Skip to main content
All Posts By

Fjóla

Dómur um orlofsauka sem var áunninn fyrir 1. maí 2020

By Fréttir

Í nýlegum dómi Félagsdóms í máli Lyfjafræðingafélags Íslands gagnvart ríki var niðurstaðan sú að félagsfólk sem starfar hjá

ríkinu ættu rétt á fjórðungs lengingu orlofs á orlof sem tekið var utan sumarorlofstímabils og áunnið var fyrir 1. maí 2020, þegar orlofskafli kjarasamnings breyttist.

Dómurinn hefur fullt fordæmisgildi gagnvart kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið og Reykjavíkurborg.

Sjá nánar frétt á vef BHM

Aðalfundur FG 8. apríl á ZOOM

By Fréttir

Í ljósi samkomutakmarkanna verður aðalfundur Félags geislafræðinga haldinn á ZOOM fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl 17.00. Tölvupóstur hefur verið sendur á félagsmenn með link og leiðbeiningum.

Félagsmenn eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu hafi þeir ekki fengið slíkan póst.

Aðalfundur FG verður 8. apríl

By Fréttir

Aðalfundarboð 2021

Aðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl 2021 kl 17.00
í Borgartúni 6 Reykjavík, 4 hæð.

Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins: 

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn.
  3. Lagabreytingar
  4. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt ásamt ákvörðun um félagsgjöld.
  5. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga.
  6. Kosning í lögboðnar nefndir félagsins.
  7. Önnur mál.

Samkvæmt lögum FG á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi félagsins. Vegna samkomutakmarkana er félagsfólk minnt á að mæta með grímu og gæta fyllstu varúðar.

Fyrirvari á fundirboði: verði samkomutakmarkanir hertar á næstunni þá gæti farið svo að fundurinn fari fram á zoom. Ítarlegar upplýsingar yrðu sendar á allt félagsfólk komi sú staða upp.

 

„Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“ – rafrænn hádegisfundur 8. mars

By Fréttir

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er „Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs“.

Fundur verður túlkaður á ensku.

Slóð á viðburðinn: https://us02web.zoom.us/j/85277321283

Dagskrá

  • „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra“
    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við HA, og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við menntavísindasvið HÍ.
  • „Framlínukonur á tímum Covid“
    Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
    „Spritta, tengjast, vinna“
  • Donata Honkowicz-Bukowska, grunnskólakennari og kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með íslensku sem annað mál.
  • Umræður

Fundarstjóri er Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Viðburðurinn verður tekinn upp og aðgengilegur fljótlega eftir fundinn.

BHM semur við Tækninám.is – yfir 30 rafræn námskeið

By Fréttir

Það er óhætt að segja að mikil umbylting hafi átt sér stað í notkun stafrænnar tækni á síðasta ári. Vegna Covid-19 þurftu margir félagsmenn aðildarfélaga BHM að aðlagast hratt að breyttum vinnuaðstæðum. Margir hafa þurft að læra á eitt eða fleiri fjarfundakerfi, á ný verkefnastjórnunarforrit, læra um stafrænt öryggi við heimavinnu og svo mætti lengi telja.

Nú eru flestir sammála um að fjarvinna sé komin til að vera að einhverju leyti, en það tekur tíma að venjast og læra til fulls á nýja tækni.

Það er því mikið gleðiefni að BHM gerði samning í desember síðastliðnum við fræðslufyrirtækið Tækninám.is um aðgang að öllu þeirra námsefni fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM út árið 2021.

Um er að ræða yfir 30 námskeið sem snúa flest að tæknilegum málum eða hvernig hægt er að nýta tæknina við verkefnastjórnun, samstarf og fleira.

Það er von okkar hjá BHM að félagsmenn nýti sér þessi námskeið og styrki sig um leið á vinnumarkaði. Nú stendur yfir vinna við að setja upp öll námskeiðin lokaðri fræðslusíðu BHM hér: Fræðsla fyrir félagsmenn.

Vinsamlegast athugið að innskráningin er ekki tengd Mínum síðum, því þurfa félagsmenn að  nýskrá sig hér, hafi þeir ekki stofnað aðgang áður.

Eftirfarandi námskeið eru nú aðgengileg á síðunni:
• Excel í hnotskurn
Grunnnámskeið í Excel þar sem farið er yfir fjölbreytta notkunarmöguleika forritsins.
• Excel Online
Excel Online er ekki eins og Excel forritið sem þú notar í tölvunni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig Excel Online virkar og hver munurinn er.
• Excel Pivot töflur
Námskeið í notkun Pivot taflna í Excel. Þetta er framhaldsnámskeið og gert ráð fyrir að fólk hafi ágætis þekkingu á Excel.
• Fjarvinna með Microsoft Office 365
Grunnkennsla á helstu forrit Office 365 pakkans.
• Teams í hnotskurn
Grunnnámskeið í notkun Teams forritsins, á því er m.a. farið yfir hvernig á að búa til teymi, halda fundi, deila skjölum, spjalla og margt fleira.

Á næstu dögum og vikum munu svo bætast við fleiri námskeið, m.a. um öryggisvitund, Word, PowerPoint, WorkPlace á Facebook, Yammer, Sway, Jira, verkefnastjórnun í SharePoint og fleira.
Sjálfsmatspróf í stafrænni hæfni

Þess má geta að Evrópuþingið hefur útnefnd stafræna hæfni sem eitt af átta mikilvægustu þáttum símenntunar fólks á vinnumarkaði nú og til framtíðar. Ef þú vilt vita hvar þú stendur geturðu smellt hér til að taka sjálfsmatspróf í stafrænni hæfni á íslensku, sem unnið var út frá viðmiðum Evrópuþingsins.

Stafræna hæfnihjólið var búið til af Center for digital dannelse og er fjármagnað af DIGCOMP, rannsóknarverkefni hjá Evrópusambandinu, sem sett var á fót í kjölfar þess að Evrópuþingið útnefndi stafræna hæfni sem eitt af átta kjarnahæfnisviðum símenntunar. VR tók að sér að að láta þýða og staðfæra stafræna hæfnihjólið fyrir íslenskan vinnumarkað.

Geislafræðingur óskast á Landspítalann

By Fréttir

Geislafræðingur
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf geislafræðings á geislameðferðardeild Landspítala sem heyrir undir krabbameinsþjónustu aðgerðasviðs. Á deildinni fer fram geislameðferð krabbameinssjúklinga og undirbúningur hennar. Deildin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi og mikil þróun hefur verið í tækni og tækjabúnaði undanfarin ár. Við leitum að öflugum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið krefst mikillar samvinnu og þverfaglegs samráðs. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun í samstarfi við reynda starfsmenn. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Unnið er í dagvinnu og er starfshlutfall 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna að undirbúningi geislameðferðar, m.a. við tölvusneiðmyndatæki deildarinnar
Veita geislameðferð
Taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu m.a. við tryggingu á nákvæmni meðferðarþátta
Innleiða nýja tækni og skilgreina verkferla

Hæfnikröfur
Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi
Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
Starfsreynsla á sviði geislameðferðar krabbameina er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag geislafræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2021

Nánari upplýsingar veitir
Hanna Björg Henrysdóttir – [email protected] – 825 9383

Sækja um starfið hér