Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2023

Kjarasamningur FG við ríki samþykktur

By Fréttir

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags geislafræðinga við ríki lauk nú á hádegi 18. apríl. Hlutfall þeirra sem greiddu atkvæði með samningnum var 97,53% og telst hann því samþykktur. Ágæt þátttaka var með félagsfólks og tóku 57% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt afstöðu til samningsins.

Samningurinn tekur því gildi frá og með 1.apríl síðastliðnum líkt og kynnt hefur verið.

Sjá samning hér

 

Aðalfundur FG 27. apríl 2023

By Fréttir

Boðað er til aðalfundur Félags geislafræðinga  fimmtudaginn 27. apríl 2022 kl 17.00

í Borgartúni 6 Reykjavík, 4 hæð.

Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn.
  3. Lagabreytingar.
  4. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt.
  5. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga.
  6. Kosning í lögboðnar nefndir félagsins.
  7. Önnur mál.

Samkvæmt lögum FG á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi félagsins.