Skip to main content
All Posts By

Fjóla

Breyttar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BHM

By Á döfinni

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins sem fela í sér að frá og með 15. nóvember 2022 verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða. Sjóðfélagar sem sækja um sjúkradagpeninga fyrir kl. 12:00 þann 15. nóvember 2022 eiga rétt í samræmi við reglur eins og þær voru fyrir þann tíma. Breytingin tekur því mið af umsóknardegi.

Sjá nánar í frétt á heimasíðu BHM

Fræðslufundur FG fimmtudaginn 27. október 2022

By Fréttir

 

 

Fræðslufundur Félags geislafræðinga

 

Fimmtudaginn 27. október 2022 kl. 20:00 að Borgartúni 6, Reykjavík

 

Dagskrá fundar:

  • Setning
  • Nemendur kynna lokaritgerðir í diplomanámi í geislafræði á meistarastigi við HÍ.
  • Árný Sif Kristínardóttir: Botnlangaómun gæti verið ásættanleg rannsókn sem gæti leyst af hólmi tölvusneiðmyndir af kviðarholi.
  • Silja Helgadóttir: TS þvagfærayfirlit – Fara sjúklingar með grun um nýrnasteina í réttan farveg til greiningar?
  • Ársæll Ingi Guðjónsson: Tökugildi í röntgenrannsóknum á neðri útlimum barna – Er verið að nota rétt tökugildi?
  • Fyrirlestur Árelía Eydís Guðmundsdóttir : Er hægt að ná hinum gullna meðalvegi: Jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Veitingar

Hlökkum til að sjá ykkur

Athugið frestur til þess að skrá sig á fundinn er þriðjudagurinn 25. október.

Skráning er hér: https://docs.google.com/forms/d/1xK7G0S1vJXYwqZ_tNOJI95L5G_dhLfhT2pMAK5wpiKA/edit 

Félag geislafræðinga

Lækkun félagsgjalds FG frá 1. maí 2022

By Fréttir

Á aðalfundi Félags geislafræðinga (nr. 695) sem haldinn var 28. apríl 2022 var samþykkt breyting á félagsgjaldi félagsfólks, sem verður nú 1% af heildarlaunum.

Breytingin tekur gildi frá og með 1. maí 2022 eða af maí launum.

Aðalfundur FG verður 28. apríl nk.

By Fréttir

Aðalfundarboð 2022

 

Aðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl 17.00
í Borgartúni 6 Reykjavík, 4 hæð.

 

Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins: 

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn.
  3. Lagabreytingar.
  4. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt ásamt ákvörðun um félagsgjöld.
  5. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga.
  6. Kosning í lögboðnar nefndir félagsins.
  7. Önnur mál.

Samkvæmt lögum FG á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi félagsins.

Launahækkanir vegna hagvaxtarauka

By Á döfinni

 

Ákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BHM um hagvaxtarauka komu til framkvæmda nú um mánaðamótin og gilda frá 1. apríl.

Þetta þýðir að kauptaxtar hækkuðu um 10.500 krónur frá og með 1. apríl. Þau sem eru á kjörum umfram það sem launataxtar kveða á um fá hækkun að lágmarki 7.875 krónur.

Uppfærðar launatöflur verða aðgengilegar á heimasíðum aðildarfélaga BHM á næstu dögum.

Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir komi til framkvæmda við útborgun launa 1. maí.

Yfirlýsing heilbrigðisstétta innan BHM vegna ummæla heilbrigðisráðherra í fréttum RÚV í gær 28.03.

By Á döfinni

Ekki hægt að bíða eftir kjarasamningum til að leysa mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins

Formenn heilbrigðisstétta innan BHM vilja vekja athygli á, í kjölfar viðtals við Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum RÚV þann 28. mars, að ekki þurfi að bíða eftir næstu kjarasamningum til þess að bæta kjör heilbrigðisstétta. Við fögnum orðum Willums um þörfina fyrir að ná góðum kjarasamningum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það breytir því þó ekki að nauðsynlegt er að setja strax inn mótvægisaðgerðir við langvarandi mönnunarvanda og alvarlegu álagi sem hefur aukist til muna í heimsfaraldri síðustu tveggja ára. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala hefur einnig sagt að engan tíma megi missa til aðgerða í stöðunni eins og hún er í dag. Við tökum heilshugar undir það.

Því köllum við strax eftir aðkomu ríkisins að stofnanasamningum svo unnt sé að leiðrétta og bæta launasetningu og starfsþróun heilbrigðisstarfsfólks. Ekki er hægt að bíða eftir miðlægum kjarasamningum til þess. Þörf er á því að fara strax í kröftugar og markvissar aðgerðir sem stöðva flótta heilbrigðisstarfsfólks úr störfum innan heilbrigðiskerfisins. Samhliða því þarf að hvetja fagmenntað heilbrigðisstarfsstarfsfólk til að snúa aftur til starfa.

Heilbrigðisstéttir innan BHM eru tilbúnar í samtalið strax.

Undir þetta rita:

Félag lífeindafræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga

Félagsráðgjafafélag Íslands

Félag geislafræðinga

Félag sjúkraþjálfara

Iðjuþjálfafélag Íslands

Ljósmæðrafélag Íslands

Sálfræðingafélag Íslands

Þroskaþjálfafélag Íslands