Skip to main content

Um aðild að FG

Hér getur þú sótt um aðild að félaginu

Sækja um aðild

Í lögum Félags geislafræðinga um aðild segir:

3. GREIN
Rétt til aðildar að félaginu hafa:

1. Þeir núverandi félagar sem lokið hafa námi á röntgendeild og fengið viðurkenningu þar um áður en Röntgentæknaskóli Íslands tók til starfa 1972.

2. Þeir sem sem lokið hafa námi frá Röntgentæknaskóla Íslands, námsbraut í geislafræði við Tækniskóla Íslands, námsbraut í geislafræði við Tækniháskóla Íslands, námsbraut í geislafræði við Háskólann í Reykjavík starfræktri árin 2005 – 2008 eða geisla- og lífeindafræðiskor læknadeildar Háskóla Íslands. Þeir íslenskir ríkisborgarar sem lokið hafa tilsvarandi námi erlendis og hlotið löggildingu hérlendis.

3. Þeir erlendir geislafræðingar sem hafa leyfi heilbrigðisyfirvalda til að starfa sem slíkir hér á landi.

Rétt til aukaaðildar hafa:

1. Íslenskir geislafræðingar búsettir erlendis hálft ár eða lengur.

2. Nemar á 2, 3 og 4 ári á námsbraut í geislafræði við Tækniskóla Íslands.

Aukaaðild veitir öll almenn félagsréttindi nema kosningarétt til stofnana félagsins og kjörgengi. Aukafélagar sem ráðnir eru tímabundið til faglegra starfa á Íslandi njóta sömu réttinda og aðrir félagar hvað varðar stéttarfélagsmálefni.

4. GREIN

Inntökubeiðni skal vera skrifleg og með þeim upplýsingum sem félagsstjórn telur nauðsynlegar. Félagsstjórn lætur útbúa eyðublað fyrir inntökubeiðnir. Stjórn félagsins veitir nýjum félögum inngöngu í félagið.

 

 

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-