Skip to main content

Siðareglur FG

Siðareglur Félags geislafræðinga (Codex Ethicus)

Samþykktar 19. mars 2000

Siðareglum þessum er ætlað að vekja geislafræðinga til umhugsunar um siðferðilegar og faglegar skyldur við dagleg störf, ásamt því að vera til stuðnings og aðhalds.

 1. Geislafræðingur skal rækja starf sitt án manngreinarálits og sýna sjúklingi fulla virðingu sem einstaklingi.
 2. Geislafræðingi ber að virða rétt sjúklings. Hann skal gæta þess að vernda rétt hans til einkalífs og líta á allar upplýsingar um hann sem trúnaðarmál.
 3. Geislafræðingur skal nýta tiltækan myndgerðarbúnað í samræmi við kunnáttu sína og viðurkenndar rannsóknaraðferðir. Hann skal nota sérþekkingu sína að fremsta megni til að vernda sjúklinga, sjálfan sig, annað starfsfók og almenning fyrir óþarfa geislun.
 4. Geislafræðingur skal eftir því sem tök eru á útskýra fyrir sjúklingi eðli og framkvæmd rannsókna.
 5. Geislafræðingi ber að sinna starfi sínu af vandvirkni og samviskusemi og leitast við að framkvæma svo fullkomna rannsókn sem aðstæður leyfa hverju sinni.
 6. Geislafræðingur skal ávallt sýna fyllstu gætni og dómgreind í starfi og jafnan haga störfum sínum þannig að þau verði stéttinni til sóma.
 7. Geislafræðingur skal byggja starf sitt á rannsóknum og aðferðum sem byggja á fræðilegum niðurstöðum og viðurkenndri reynslu.
 8. Geislafræðingi ber að viðhalda faglegri þekkingu og endurnýja hana. Geislafræðingur skal láta starfsfélaga njóta góðs af reynslu sinni og líta á fræðslu sem ljúfa og sjálfsagða skyldu.
 9. Geislafræðingi ber að sýna faglega og félagslega samstöðu með öðrum geislafræðingum sem og öðrum heilbrigðisstéttum.
 10. Geislafræðingi er skylt að auðsýna stéttarbróður drengskap og ber að forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf hans.
 11. Það er skylda hvers geislafræðings að gera stjórn FG viðvart ef ástæða þykir vegna misferlis eða vanhæfni stéttarbróður í starfi. FG vísar málinu til siðanefndar félagsins ef þurfa þykir.
 12. Geislafræðingur má eingöngu auglýsa starfsemi sína eftir þeim reglum sem kveðið er á um í lögum um lækningaleyfi.
 13. Starfandi geislafræðingur skal vera félagi í FG, styðja það á allan hátt og efla samheldni og gildi stéttarinnar.
 14. Geislafræðingur ætti ekki að gefa kost á sér til stöðu, ef FG hefur ráðið félagsmönnum frá því að sækja um hana.
 15. Geislafræðingur skal virða lög og siðareglur FG og fara eftir þeim í hvívetna.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-