Category

Á döfinni

Aðalfundur Félags geislafræðinga 2014

By Á döfinni

Aðalfundur Félags geislafræðinga var haldinn 22. apríl sl.
Aðalfundarstörf gengu vel – ekki voru miklar breytingar á stjórn og nefndum en hægt er að sjá hvernig skipanin er hér á heimasíðunni
Fundarstjóri var Þórunn H Káradóttir og fundarritari Ragnheiður Pálsdóttir.
Nokkrar myndir frá fundinum fylgja hér fyrir neðan:

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum HA

By Á döfinni

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri rennur út þann 5. júní 2012.
Sjá auglýsingu í pdf. : framhaldsnam_i_heilbrigdisvisindum_auglysing_h2012.pdf

Hér er bein slóð inn á umsóknareyðublöðin og fleiri upplýsingar.
http://www.unak.is/namid/page/umsokn_frhheilbrigdi/
http://www.unak.is/heilbrigdisvisindasvid/page/framhaldsnam_i_heilbrigdisvisindum

Hér er yfirlit yfir þau áherslusvið sem í boði eru Dr.
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor leiðir almennt svið. Nemendur velja sér þema þegar þeir eru búnir með tvö námskeið í náminu og taka valnámskeið til að undirbyggja meistaraverkefni sitt. Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent leiðir fræðasviðið um öldrun. Kjarnanámskeiðið í því námi er Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi, þar sem sjónum er beint að heilbrigði, virkni og vellíðan aldraðra. Dr. Árún Kristín Sigurðardóttir, prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs leiðir fræðasvið með áherslu á langvinna sjúkdóma. Kjarnanámskeiðið í því námi er Langvinnir sjúkdómar og lífsglíman. Dr. Snæfríður Þóra Egilson, prófessor (með áherslu á börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra), og Guðrún Pálmadóttir, dósent, (með áherslu á endurhæfingu og eflingu fullorðinna) leiða Fræðasvið um fötlun og endurhæfingu. Kjarnanámskeiðin á því sérsviði eru Endurhæfing, efling og lífgæði og Fötlun og samfélag. Dr. Elísabet Hjörleifsdóttir, dósent, leiðir fræðasvið með áherslu á krabbamein og líknandi meðferð og ber kjarnanámskeiðið í því námi sama heiti, þ.e. Krabbamein og líknandi meðferð. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, leiðir fræðasvið á sviði stjórnunar innan heilbrigðisþjónustunnar, með áherslu á þjónandi forystu. Kjarnanámskeiðið á þeirri námsleið er Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun

Norræn yfirlýsing um tölvusneiðmyndarannsóknir

By Á döfinni

Vakin er athygli á frétt sem birt er á vefsíðu Geislavarna ríkisins í dag, þar sem sagt er frá sameiginlegri yfirlýsingu frá norrænu geislavarnastofnunum um tölvusneiðmyndarannsóknir og mikilvægi réttlætingar og bestun slíkra rannsókna.

Yfirlýsingin er hér: ct_justification_statement_jan2012.pdf

með kveðju,
Guðlaugur Einarsson
Eftirlitsstjóri / Head of Inspections
Geislavarnir ríkisins / Icelandic
Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10, IS-150 Reykjavík, ÍSLAND.
tel.: (+354) 440 8200, fax: (+354) 5528202
e-mail: ge@gr.is www.geislavarnir.is

Kjarasamningurinn samþykktur

By Á döfinni

Kjarasamningurinn samþykktur

Hinn 6. júní sl. var undirritað samkomulag við Samninganefnd ríkisins eins og fram hefur komið.
Atkvæðagreiðsla um samkomulagið fór fram dagana: 10. – 20. júní sl.
Kosningaþáttaka var liðlega 45%
Samkomulagið var samþykkt með 94,5% greiddra atkvæða.
Bestu kveðjur
f.h. Stjórnar FG
Margrét Eggertsdóttir, frkv.stj.

Aðalfundur FG

By Á döfinni

Aðalfundur

Félags geislafræðinga var haldinn

þriðjudaginn 5. apríl 2011

Fundurinn var góður og ágæt mæting. Ákveðin var hækkun félagsgjalda upp í 1,6% af dagvinnulaunum og með því yrði reynt að styrkja Kjaradeilusjóð.

Frá Landlækni

By Á döfinni

Frá Landlækni

Til fagfélaga heilbrigðisstétta.

Nú er loks komið á vefinn Vinnureglur um Hagsmunatengsl, sjá http://www.landlaeknir.is/Pages/1461 og frétt á forsíðu www.landlaeknir.is

Í framtíðinni verður lögð áhersla á að allir sem koma að vinnu við nýjar klínískar leiðbeiningar fari eftir þessum vinnureglum og fylli út yfirlýsingareyðublað.

Það er ósk Landlæknisembættisins að fagfélög og ritstjórnir fagtímarita þeirra íhugi að setja sér slíkar vinnureglur varðandi vinnu við gerð leiðbeininga eða sambærilegri vinnu

Samningur við Endurmenntun H.Í.

By Á döfinni

Mánudaginn 4. maí sl. var undirritaður samstarfssamningur við Endurmenntun Háskóla Íslands varðandi endurmenntun geislafræðinga. Í framhaldi af því verður farið í að skipuleggja sí- og endurmenntunarnámskeið fyrir geislafræðina. Val efnis byggir á könnun sem gerð var meðal félagsmanna fyrr í vor.

Námskeiðin verða í boði næsta vetur.

Undir samninginn skrifuðu Kristín Jónsdóttir, endurmenntunarstjóri, Endurmenntun H.Í. og Katrín Sigurðardóttir, formaður FG