Vísindasjóður FG

Reglur frá 18. mars 1995, síðast breytt1. mars 2006

1. grein
Vísindasjóður FG er stofnaður samkvæmt 10. grein kjarasamnings félagsins frá 1. júní 1994. Sjóðurinn er fjármagnaður með framlögum vinnuveitenda sem nú nema 1,5% af föstum dagvinnulaunum starfsmanna.

2. grein
Aðilar að sjóðnum eru félagsmenn FG sem greitt er í fyrir sjóðinn, auk þeirra sem ekki er greitt fyrir en eiga inneign í sjóðnum. Stjórn FG skipar stjórn sjóðsins til tveggja ára í senn.

3. grein
Einungis sjóðsfélagar eiga rétt á styrk úr sjóðnum.

4. grein
Hver sjóðsfélagi á rétt á 90% þeirrar upphæðar sem greidd er í hans nafni. Öll framhalds- og endurmenntunarnámskeið, þátttaka á ráðstefnum og þingum verður greidd. Eftirstandandi 10% eru sameiginlegur sjóður sem félagsmenn geta sótt í til stærri verkefna, s.s. til framhaldsnáms, stærri símenntunarnámskeiða o.s.frv.
* Stjórn vísindasjóðs hefur ákveðið að fella úr gildi 10% regluna til reynslu í 3 ár með endurskoðun í huga árið 2009.

5. grein
Úthluta skal úr sjóðnum í mars ár hvert. Umsóknir þurfa að berast fyrir 01. mars. Hrein eign sjóðsins er til úthlutunar hverju sinni.

6. grein
Sjóðsfélögum skal tilkynnt um rétt þeirra til styrks og inneign í sjóðnum fyrir janúarlok. Umsókn um úthlutun úr vísindasjóðnum skal berast á þar til gerðu eyðublaði.

7. grein
Ef sjóðsfélagi sækir ekki um styrk reiknast honum þess árs framlag til eignar og getur hann þannig safnað inneign í 2 ár. Neyti sjóðsfélagi ekki réttar síns á þriðja ári leggst andvirði elstu inneignar við höfuðstól sjóðsins.

8. grein
Höfuðstól sem myndast í sameiginlegum sjóði (sjá 4. og 7. grein) skal úthlutað til sjóðsfélaga samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni. Stjórn FG getur sótt um í nafni félagsins, t.d. vegna bóka- og forritakaupa o.þ.h.

9. grein
Sjóðsstjórn skal ávaxta fé sjóðsins og gæta þess að ávöxtun hans sé eins góð og kostur er hverju sinni.