Skip to main content
All Posts By

Fjóla

Samstaða meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

By Fréttir

Í dag var birt sameiginleg yfirlýsing frá 22 stéttarfélögum þar sem háskólamenntað starfsfólk er í meirihluta. Yfirlýsingin er áminning um hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og er úrbóta krafist.

Félag geislafræðinga er á meðal þessara 22 stéttarfélaga.

„Neðangreind stéttarfélög krefjast leiðréttingar á launum háskólamenntaðra og að þeim verði tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Háskólamenntaðir hafa setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun launa á vinnumarkaði. Samþjöppun tekna á Íslandi er ein sú mesta í Evrópu.

Ljóst er að það stefnir í mikinn skort á sérhæfðu starfsfólki til að mæta þörfum atvinnulífsins Hlutfall ungsfólks á Íslandi sem hefur lokið háskólanám i er langt undir meðaltali OECD ríkja V ið því verður að bregðast. Sé ekki gripið til aðgerða mun ávinningur af háskólamenntun minnka enn frekar. Þá er líklegt að háskólamenntaðir sæki meira í störf í löndum þar sem eftirspurn er eftir færni þeirra og lífskjör háskólamenntaðra eru betri en á Íslandi.“

Samningur við Starfsmennt fræðslusetur – opinberi markaðurinn

By Fréttir

Starfsmennt og Starfsþróunarsetur háskólamanna gerðu í lok september með sér samning sem heimilar félagsfólki aðildarfélaga BHM, sem á rétt hjá Starfsþróunarsetrinu og starfar hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum, að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar.

Samningurinn heimilar félagsfólki þeirra aðildarfélaga BHM, sem aðild eiga að STH að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar án þess að ganga á einstaklingsrétt viðkomandi í STH.

Með samningnum er stigið skref í auknu samstarfi í þágu eflingar starfsfólks og vinnustaða um land allt og mun samstarfið meðal annars auðvelda stofnunum enn frekar að sinna fræðslu starfsfólks á skipulagðan og markvissan hátt.

Sjá nánar á vefsíðu BHM

FG flytur í Borgartún 27 – 2 hæð

By Fréttir

Vegna framkvæmda í Borgartúni 6 er þjónustuver og skrifstofa BHM nú flutt til bráðabirgða í Borgartún 31 og mun svo með vorinu flytja í framtíðarhúsnæði í Borgartúni 27.  Verður það tilkynnt sérstaklega þegar flutningum er lokið.
Félag geislafræðinga flutti einnig sem og starfsemi þjónustuskrifstofunnar (SIGL) til bráðabirgða á 2. hæð í Borgartúni 27, 8. nóvember sl.

Þjónustuskrifstofa SIGL er opin frá 9-16 mán.-fim. og 9-12 á föstudögum.

Reglubreytingar hjá Starfsmenntunarsjóð aðildarfélaga BHM

By Fréttir

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur samþykkt reglubreytingar sem hafa þegar tekið gildi.

  • Hámarksstyrkur hækkar úr 120.000 kr. í 160.000 kr. miðað við mánaðarlegt iðgjald að 940 kr. eða hærra. Mánaðarlegt iðgjald undir 940 kr. veitir rétt á hálfum styrk, 80.000 kr. Upphæð mánaðarlegs iðgjalds fyrir fullann styrk miðast við lægstu taxta í launatöflu BHM við ríkissjóð. Áður veitti 660 kr. mánaðarlegt iðgjald rétt á hámarksstyrk. Þeir sjóðfélagar sem höfðu fullnýtt styrk sinn fyrir reglubreytinguna en eru með umfram kostnað (og undir 12 mánuðir eru frá lokum verkefnisins) geta sótt um styrk fyrir núverandi eftirstöðvum sínum í sjóðnum með því að leggja inn umsókn í gegnum Mínar síður.
  • Rof á iðgjaldagreiðslum: Réttur til greiðslna úr sjóðnum fellur niður að þremur mánuðum liðnum frá því síðast var greitt til sjóðsins. Áður féll réttur til styrkja niður um leið og greiðslur hættu að berast í sjóðinn.
  • Heimildarákvæði vegna skertrar færni: Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM er heimilt að veita viðbótarstyrk til sjóðfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.

Sjá nánar úthlutunarreglur hér: Úthlutunarreglur – BHM

Sumarlokun skrifstofu 2023

By Fréttir

Skrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 17. júlí til og með fimmtudagsins 10. ágúst. Ef erindið þolir ekki bið þá má hafa samband við skrifstofu eða formann með tölvupósti og eða símleiðis.

Kjarasamningur FG við ríki samþykktur

By Fréttir

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags geislafræðinga við ríki lauk nú á hádegi 18. apríl. Hlutfall þeirra sem greiddu atkvæði með samningnum var 97,53% og telst hann því samþykktur. Ágæt þátttaka var með félagsfólks og tóku 57% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt afstöðu til samningsins.

Samningurinn tekur því gildi frá og með 1.apríl síðastliðnum líkt og kynnt hefur verið.

Sjá samning hér

 

Aðalfundur FG 27. apríl 2023

By Fréttir

Boðað er til aðalfundur Félags geislafræðinga  fimmtudaginn 27. apríl 2022 kl 17.00

í Borgartúni 6 Reykjavík, 4 hæð.

Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn.
  3. Lagabreytingar.
  4. Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt.
  5. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga.
  6. Kosning í lögboðnar nefndir félagsins.
  7. Önnur mál.

Samkvæmt lögum FG á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi félagsins.

 

 

Breyting á úthlutnarreglum Styrktarsjóðs BHM

By Fréttir

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins sem taka gildi frá og með 1. apríl 2023.

Líkt og áður hefur verið rakið voru útgjöld sjóðsins og ásókn í sjúkradagpeninga síðastliðið ár langt umfram svartsýnustu spár. Af þeim sökum ákvað stjórn að frá og með 1. maí 2022 yrðu sjúkradagpeningar ekki greiddir lengur en í 6 mánuði í stað 8 áður. Frá 15. nóvember 2022 var svo stigið annað skref til að rétta frekar úr halla sjóðsins og sjúkradagpeningar þaðan af greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða.

Þó jákvæðra áhrifa þessa breytinga á fjárhagsstöðu sjóðsins sé farið að gæta er ljóst að þær munu ekki duga til að rétta við hallarekstur sjóðsins. Stjórn hefur farið rækilega yfir þær leiðir sem eru færar, með skyldur sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá að leiðarljósi og þau útgjöld sem hver styrkflokkur sjóðsins felur í sér.

Er það því ákvörðun stjórnar að fella niður styrk vegna gleraugnakaupa og augnaðgerða, sem og styrk vegna tannviðgerða. Þá lækkar upphæð fæðingarstyrks í 175.000 kr. úr 200.000 kr.

Þessar breytingar mæta þeirri þörf sem fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir.

Allar umsóknir sem berast frá og með 1. apríl munu því taka mið af þeim reglum sem þessar breytingar fela í sér.

Sé barn fætt fyrir 1. apríl 2023 þarf umsókn um fæðingarstyrk að berast fyrir 1. apríl svo fæðingarstyrkur verði 200.000 kr.

Sjá nánar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BHM