Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2021

Geislafræðingur óskast á Landspítalann

By Fréttir

Geislafræðingur
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf geislafræðings á geislameðferðardeild Landspítala sem heyrir undir krabbameinsþjónustu aðgerðasviðs. Á deildinni fer fram geislameðferð krabbameinssjúklinga og undirbúningur hennar. Deildin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi og mikil þróun hefur verið í tækni og tækjabúnaði undanfarin ár. Við leitum að öflugum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið krefst mikillar samvinnu og þverfaglegs samráðs. Í boði er einstaklingshæfð aðlögun í samstarfi við reynda starfsmenn. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Unnið er í dagvinnu og er starfshlutfall 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinna að undirbúningi geislameðferðar, m.a. við tölvusneiðmyndatæki deildarinnar
Veita geislameðferð
Taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu m.a. við tryggingu á nákvæmni meðferðarþátta
Innleiða nýja tækni og skilgreina verkferla

Hæfnikröfur
Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi
Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
Starfsreynsla á sviði geislameðferðar krabbameina er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag geislafræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.02.2021

Nánari upplýsingar veitir
Hanna Björg Henrysdóttir – [email protected] – 825 9383

Sækja um starfið hér

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-