Skip to main content

Reglubreytingar hjá Starfsmenntunarsjóð aðildarfélaga BHM

By 03.10.2023Fréttir

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur samþykkt reglubreytingar sem hafa þegar tekið gildi.

  • Hámarksstyrkur hækkar úr 120.000 kr. í 160.000 kr. miðað við mánaðarlegt iðgjald að 940 kr. eða hærra. Mánaðarlegt iðgjald undir 940 kr. veitir rétt á hálfum styrk, 80.000 kr. Upphæð mánaðarlegs iðgjalds fyrir fullann styrk miðast við lægstu taxta í launatöflu BHM við ríkissjóð. Áður veitti 660 kr. mánaðarlegt iðgjald rétt á hámarksstyrk. Þeir sjóðfélagar sem höfðu fullnýtt styrk sinn fyrir reglubreytinguna en eru með umfram kostnað (og undir 12 mánuðir eru frá lokum verkefnisins) geta sótt um styrk fyrir núverandi eftirstöðvum sínum í sjóðnum með því að leggja inn umsókn í gegnum Mínar síður.
  • Rof á iðgjaldagreiðslum: Réttur til greiðslna úr sjóðnum fellur niður að þremur mánuðum liðnum frá því síðast var greitt til sjóðsins. Áður féll réttur til styrkja niður um leið og greiðslur hættu að berast í sjóðinn.
  • Heimildarákvæði vegna skertrar færni: Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM er heimilt að veita viðbótarstyrk til sjóðfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.

Sjá nánar úthlutunarreglur hér: Úthlutunarreglur – BHM

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-