Aðalfundarboð 2022
Aðalfundur Félags geislafræðinga verður haldinn
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl 17.00
í Borgartúni 6 Reykjavík, 4 hæð.
Dagskrá aðalfundar verður skv. lögum félagsins:
- Skýrsla stjórnar.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins kynntir og bornir undir fundinn.
- Lagabreytingar.
- Fjárhagsáætlun stjórnar kynnt ásamt ákvörðun um félagsgjöld.
- Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna reikninga.
- Kosning í lögboðnar nefndir félagsins.
- Önnur mál.
Samkvæmt lögum FG á allt félagsfólk rétt til setu á aðalfundi félagsins.
Ákvæði kjarasamninga aðildarfélaga BHM um hagvaxtarauka komu til framkvæmda nú um mánaðamótin og gilda frá 1. apríl.
Þetta þýðir að kauptaxtar hækkuðu um 10.500 krónur frá og með 1. apríl. Þau sem eru á kjörum umfram það sem launataxtar kveða á um fá hækkun að lágmarki 7.875 krónur.
Uppfærðar launatöflur verða aðgengilegar á heimasíðum aðildarfélaga BHM á næstu dögum.
Gert er ráð fyrir að þessar hækkanir komi til framkvæmda við útborgun launa 1. maí.
Nýlegar athugasemdir