Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2020

Kynning á kjarasamningi

By Fréttir
  1. október 2020

Kjarasamningur við ríkið var undirritaður föstudaginn 30. október 2020.

Kynning á samningnum verður í tvennu lagi.

Mánudagskvöldið 2. nóv kl. 20 verður kynning á samningnum sjálfum. Slóð inn á fundinn verður send á mánudag.

Þriðjudagskvöldið 3. nóv kl. 20 verður kynning á vaktavinnukafla samningsins. Slóð inn á fundinn verður send á þriðjudag.

Miðvikudaginn 4. nóv kl. 12 á hádegi hefst atkvæðagreiðsla um samninginn sem stendur til 9. nóv til kl. 12 á hádegi.
Niðurstaða mun liggja fyrir síðar þann dag það er 9. nóv 2020.

 

Starfsleyfi

By Greinar

Til að geta starfað sem geislafræðingur hér á landi þarf viðkomandi að hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Geislafræði er heilbrigðisstétt og geislafræðingur er lögverndað starfsheiti.  Á heimasíðu embættisins má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar og eyðublað fyrir umsókn um starfsleyfi og gjaldskrá.

Starfsleyfi

Rafrænn fyrirlestur í dag kl. 15.00 á vegum BHM

By Fréttir

 

 

 

Þegar karlar stranda – og leiðin í land, fyrirlestur og umræður með Sirrýju Arnardóttur í dag 12. nóvember.

Sirrý Arnardóttir gaf nýverið út bókina Þegar karlar stranda og leiðin í land. Þetta er viðtalsbók við karla um kulnun, örmögnun, streitu og alvarleg áföll en líka um vanvirkni ungra manna og ráð sérfræðinga. Í fyrirlestrinum fer Sirrý yfir helstu atriði bókarinnar og í lokin er boðið upp á umræður á Teams.

Kulnun, örmögnun, streita og alvarleg áföll hafa á undanförnum árum gert það að verkum að æ fleiri lenda í ógöngum og hrekjast jafnvel af vinnumarkaði. Og þetta á bæði við um karla og konur.

Smellið hér til að fara á viðburðinn á streymissíðu BHM

Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í tvær vikur í kjölfarið á lokaðri fræðslusíðu fyrir félagsmenn, smellið hér til að komast á hana.

Kjarasamningur FG og ríkis samþykktur

By Fréttir

9. nóvember 2020

Kjarasamningur FG og ríkis samþykktur með meirihluta atkvæða í dag.

101 af 136 tóku þátt, eða rúm 74%.
98 sögðu já ég samþykki eða rúm 97%
3 sögðu nei ég samþykki ekki eða tæp 3%

Finna má kjarasamninginn hér