Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur samþykkt reglubreytingar sem hafa þegar tekið gildi.
- Hámarksstyrkur hækkar úr 120.000 kr. í 160.000 kr. miðað við mánaðarlegt iðgjald að 940 kr. eða hærra. Mánaðarlegt iðgjald undir 940 kr. veitir rétt á hálfum styrk, 80.000 kr. Upphæð mánaðarlegs iðgjalds fyrir fullann styrk miðast við lægstu taxta í launatöflu BHM við ríkissjóð. Áður veitti 660 kr. mánaðarlegt iðgjald rétt á hámarksstyrk. Þeir sjóðfélagar sem höfðu fullnýtt styrk sinn fyrir reglubreytinguna en eru með umfram kostnað (og undir 12 mánuðir eru frá lokum verkefnisins) geta sótt um styrk fyrir núverandi eftirstöðvum sínum í sjóðnum með því að leggja inn umsókn í gegnum Mínar síður.
- Rof á iðgjaldagreiðslum: Réttur til greiðslna úr sjóðnum fellur niður að þremur mánuðum liðnum frá því síðast var greitt til sjóðsins. Áður féll réttur til styrkja niður um leið og greiðslur hættu að berast í sjóðinn.
- Heimildarákvæði vegna skertrar færni: Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM er heimilt að veita viðbótarstyrk til sjóðfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna skertrar færni.
Sjá nánar úthlutunarreglur hér: Úthlutunarreglur – BHM
Nýlegar athugasemdir